Elínborg Ostermann Jóhannesdóttir
Á nýjum slóðum
8. - 29. apríl 2017

Boðskort
Opening reception
Góðan dag, 
Þér er boðið á opnun sýningar Elínborgar Osterman n Jóhannesdóttur, Á nýjum slóðum ,  í Gallerí Fold laugardaginn 8. apríl kl. 15.
 
Á sýningunni gefur að líta ný abstrakt málverk sem Elínborg hefur unnið á liðnu ári en hún er þekktari fyrir landslagsmyndir sínar sem hún vinnur í vatnsliti. Hér fetar Elínborg sig inn á nýjar slóðir með expressionískum abstraktverkum .

Elínborg hefur gaman af því að ferðast og veita ferðalögin henni innblástur í ný verk. Hún er afar hrifin af íslenskri náttúru og litunum sem þar er að finna og gætir áhrifa frá hvoru tveggja í verkum hennar . Elínborg hefur málað og teiknað bæði með olíu, akrýl og vatnslitum og heillaðist hún mikið af töfrum vatnslitana, þeirri óvissuferð  sem fellst í því að vatn og litir blandast saman og nánast enginn möguleiki er á að breyta og leiðrétta þa, sem er komið á pappír. Akrýl er ekki frábrugðinn vatnslitum þar sem tæknin þarf bæði hröð og örugg handbrögð.  
 
Í abstrakt akrýlverkum sínum byrjar Elínborg á því að vinna með litina og formið. Byrjunin getur verið hæg og hikandi en á sama tíma er hún opin fyrir óvæntu striki, skvettu, flötum eða jafnvel að snúa öllu á hvolf og velta fyrir sér næsta skrefi. Hún tæmir hugann og heldur áfram. "Það verður að þora að breyta og hafa hugrekki  til að leyfa mistökum að geras t,"  segir Elínborg. "Bestu vinnukaflarnir eru þegar maður getur gleymt sér í verkinu, þegar flæði myndast og hlutirnir byrja að gerast sjálfkrafa. Bestu verkin eru yfirleitt þau, þar sem mestu átökin hafa átt sér stað ."

Sýningin stendur til 29. apríl.

(sýningin verður aðgengileg á netinu 8. apríl)
  
You are invited to the opening of Elínborg Ostermann Jóhannesdóttir's new exhibition, Á nýjum slóðum (New Horizons), at Gallerí Fold on Saturday, April the 8th at 3 pm.

The exhibition features new abstract paintings that Elínborg has worked on in the past year, which is a departure from her usual work with landscape pieces made with watercolours. Here Elínborg explores new horizons with expressionist abstract pictures.

Elínborg likes to travel and her travels provide inspiration for new work. She's very fond of Icelandic nature and the colours that are to be found there, and the influence of both can be seen in her work. Elínborg has painted and drawn both with oil and acrylic paint, but she is especially drawn to the charm of watercolours, the mystery that accompanies them as colours collide with almost no hope of changing or correcting them, as they are set in paper. Acrylic paint is quite different from water colours as the technique requires both a quick and steady hand.

In her abstract acrylic work Elínborg starts by working with colour and form. The beginning can be slow and hesitant, but at the same time she is open to an unexpected line, splash, planes or even to turn the whole thing around and to ponder the next move. She empties her mind and continues. "You have to dare to change and have the courage to allow mistakes to happen," says Elínborg. "The best workchpaters are when you can forget yourself in the art, when  a flow forms and things start to happen automatically. The best paintings are usually those, where there was the most conflict."

The exhibition will be open until April 29th.

(the exhibition will be online April 8)
Like us on Facebook   Follow us on Twitter   View our videos on YouTube