Heimsljós
veftímarit um þróunarmál
10. árg. 311. tbl.
18. janúar 2017
Ársskýrsla IDMC vekur athygli á lítt þekktri staðreynd:
Miðað við fjölda flóttamanna eru tvöfalt fleiri á vergangi í eigin landi
Rúmlega 40 milljónir manna eru á flótta eða á vergangi innan eigin lands vegna stríðsátaka, fleiri en nokkru sinni fyrr, samkvæmt nýjum tölum frá deild norska flóttamannaráðsins sem birt var á dögunum. Tæplega þriðjungur þessa fólks er á hrakhólum í Afríkuríkjum. Þar eru 12,4 milljónir manna í 21 þjóðríki á vergangi eftir að hafa hrakist burt af heimilum sínum vegna vopnaðra átaka og ofbeldis miðað við nýjustu upplýsingar, frá árslokum 2015.

Þetta kemur fram í ársskýrslu - the Global Report on Internal Displacement (GRID) - þeirrar deildar norska flóttamannaráðsins sem hefur yfirsýn í þessum málum, Displacement Monitoring Centre (IDMC). Þar er vakin athygli á þeirri lítt þekktu staðreynd að miðað við fjölda flóttafólks í álfunni eru rúmlega tvöfalt fleiri á vergangi í eigin landi. Alls eru í Afríku um 5,4 milljónir flóttamanna  en sú skilgreining nær einvörðungu til fólks sem flýr yfir landamæri.  

"Við erum alltaf jafn undrandi á því hvað fólk hefur í raun og veru litla vitneskju um þessi mál," segir Alexandra Bilak, yfirmaður IDMC, í frétt frá CNN. "Það eru tvöfalt fleiri á vergangi vegna átaka innan eigin lands miðað við fjölda flóttamanna í heiminum. Þótt tölurnar séu ægilegar eru vandinn miklu meiri," segir hún.

Fólki á hrakhólum í eigin landi vegna átaka og ofbeldis hefur fjölgað ár hvert frá árinu 2003. Í þessum hópi fjölgaði á árinu 2015 um 8,6 milljónir manna eða að jafnaði um 24 þúsund manns á hverjum degi. Í Miðausturlöndum einum lentu 4,8 milljónir á vergangi, fleiri en samanlagt í öllum öðrum heimshlutum. Rúmlega helmingur þessa fólks er í Jemen, Sýrlandi og Írak. Af öðrum löndum þar sem fólki á vergangi fjölgaði verulega má nefna Úkraínu, Nígeríu, Lýðstjórnarlýðveldið Kongó, Afganistan, Kolumbíu, Miðafríkulýðveldið og Suður-Súdan.

Alls fjölgaði fólki á hrakhólum í eigin landi um 2,8 milljónir milli áranna 2014 og 2015. Á síðustu átta árum hafa 203,4 milljónir manna á einhverjum tíma lent á vergangi eða að jafnaði um 25,4 milljónir á ári hverju. Á síðasta ári voru einstaklingar frá 127 þjóðríkjum skráðir á hrakhólum í eigin landi.

Mikil umræða um þróunarmál í Bretlandi:
Eftirlitsstofnun hvetur Breta til að auka beingreiðslur til fátækra
Ljósmynd: ICAI

Breska ríkisstjórnin ætti að íhuga að auka beinar peningagreiðslur til fátækra fjölskyldna í heiminum og einstaklinga, að mati eftirlitsstofnunar með alþjóðlegri þróunarsamvinnu Breta. Stofnunin - The Independent Commission for Aid Impact (Icai) - birti í síðustu viku skýrslu þar sem staðhæft er að beinar peningagreiðslur til fátækra hafi bætt líf milljóna manna og reynst "góð nýting fjármuna". Því er beint til stjórnvalda að auka við þær tvær milljónir punda sem árlega er ráðstafað beint til fátækra en sú upphæð nemur aðeins um 2% af heildarframlögum Breta til þróunarsamvinnu.

Þessar beinu peningagreiðslur hafa verið gagnrýndar í háværri umræðu um þróunarsamvinnu í Bretlandi síðustu vikurnar en bæði Theresa May forsætisráðherra og eftirlitsstofnunin Icai hafa varið verkefnin og fyrrnefnd skýrsla bætir um betur og hvetur til aukinna útgjalda með beingreiðslum til fátækra.

Dæmi eru nefnd í grein The Guardian á dögunum þar sem segir að viðtakendur séu meðal annars barnshafandi konur í Nígeríu sem fá peninga til að nærast betur, foreldrar í Pakistan sem fái peninga til að geta sent börn sín í skóla og aldraðir í Úganda sem fái peninga til að forðast fátækt. Greiðslurnar nema allt frá 6 pundum fyrir fjölskyldur í Úganda upp í 19 pund fyrir fimm manna fjölskyldu í Simbabve.

Þessi stuðningur Breta með beinum peningagreiðslum til fátækra nær til sex milljóna manna.

Því er við að bæta að með fjármuni frá Evrópusambandinu hófust í síðustu viku slíkar beingreiðslur til flóttafólks í Tyrklandi en það fær inneign upp á eitt hundrað tyrkneskar lírur (rúmlega 3 þúsund kr. ísl.) á debetkort mánaðarlega fyrir nauðsynjum, samkvæmt frétt frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Borgarasamtök ríku þjóðanna dýrir milliliðir?
Norska utanríkisráðneytið vill auka styrki til samtaka í þróunarríkjum

Tone Skogen ráðuneytisstjóri 
Norska utanríkisráðuneytið skoðar nú möguleika á því að styrkja í auknum mæli innlend samtök í þróunarríkjunum. Samkvæmt frétt í Bistandsaktuelt í Noregi er vilji til þess í ráðuneytinu að auka þannig hlutfall þróunarfjár sem ráðstafað er beint til innlendra aðila. Haft er eftir Tone Skogen aðstoðarráðherra í utanríkisráðuneytinu að samtök í ríku löndunum séu í mörgum tilvikum dýrir milliliðir.


"Við erum þreytt á að vera betlarar í eigin landi," sagði Degan Ali fulltrúi samtakanna African Development Solutions í samtali við Bistandsaktuelt fyrr í mánuðinum. Í viðtalinu skoraði hann á framlagsríki að ráðstafa miklu meira af þróunarfé beint til innlendra samtaka í "suðrinu", í stað þess að láta þá fjármuni í hendur á stórum samtökum í "norðrinu" sem hann sagði í mörgum tilvikum kostnaðarsama milliliði. Að mati Degan Ali ætti fjórðungur þróunarfjár framlagsríkja að fara beint til innlendra samtaka í þróunarríkjunum sjálfum.

"Það er mikilvægt að styðja við innlend samtök. Ekki aðeins vegna þess að kostnaður í þessum löndum eru oft lægri en í Ósló og öðrum höfuðborgum. En ekki síður vegna nálægðarinnar við ákvarðanir sem styrkir eignarhald þeirra sem njóta stuðningsins," segir Tone Skogen aðstoðarráðherra í tölvupósti til norska veftímaritsins.

Hún leggur þó áherslu á að meginmarkmiðið með styrkjum til borgarasamtaka í Noregi sé einmitt að styrkja getu borgaralegra samtaka í fátækum ríkjum. Hún sé því ekki alveg sammála Degan Ali sem máli ástandið of dökkum litum.

Gífurlegir þurrkar og matvælaskortur á horni Afríku:
Óttast að neyðin í þeim heimshluta sé meiri en í Sýrlandi

Umfang neyðarinnar í löndunum sem kennd er við horn Afríku, í Sómalíu, Eþópíu, Eritreu og Djíbútí, er smám saman að koma í ljós. Hún sýnist vera miklu alvarlegra en áður var talið. Samkvæmt  frétt breska vikuritsins The Statesman hafa aðeins fáeinir fjölmiðlar fjallað um yfirvofandi hungursneyð í þessum heimshluta og þá jafnan í tengslum við matvælaskort hjá tíu milljónum Eþíópíumanna. Það er sá fjöldi sem stjórnvöld í landinu veita matvælaaðstoð. Hins vegar segir í frétt The Statesman að vandinn sé umfangsmeiri og þörfin fyrir mannúðaraðstoð hugsanlega meiri en vegna átakanna í Sýrlandi.

Blaðið segir að stjörnvöld í Eþíópíu hafi haft hugrekki til þess að kalla eftir aðstoð. Sama gildi ekki um stjórnvöld í Eritreu.

Stofnun sem greinir yfirvofandi hungur í heiminum - Famine Early Warning System - hefur frá því um miðjan desember talið að 15 milljónir Eþíópíumanna séu í mestri þörf fyrir matvælaaðstoð. Hvergi í heiminum séu fleiri í jafn mikilli neyð. Hins vegar væru íbúar í norður Sómalíu og Afar í svipaðri stöðu, gætu ekki séð sér farborða "og við blasi vannæring og dauði." Þá segir í frétt The Statesman að allt bendi til þess að ástandið sé jafn alvarlegt í Eritreu og Djíbútí.

Í meðfylgjandi myndbandi frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að hartnær tólf milljónir íbúa í Eþíópíu, Kenía og Sómalíu séu matarþurfi vegna þurrka. Shukri Ahemd, hagfræðingur FAO, útskýrir í myndbandinu matvælaóöryggið, þörfina fyrir stuðning og viðbrögð FAO.

Mesta ógnin af umhverfisþáttum

Í árlegri áhættuskýrslu World Economic Forum segir að helstu ógnanir sem heimurinn stendur frammi fyrir séu ekki lengur að finna í hagkerfum heimsins heldur í umhverfisþáttum. Þetta er niðurstaða sem dregin er af tíu ára mælingum WEF á helstu áhættum sem blasa við í heiminum.

Í frétt Quartz segir að efnahagslegir þættir eins og verðfall á olíu og samdráttur í kínverska hagkerfinu hafi fyrir árið 2011 verið áhættuþættir sem heiminum stóð mest ógn af. Þá hafi umhverfisþættir eins og öfgafullt veðurfar og náttúruhamfarir verið neðar á blaði. Þetta hafi hins vegar breyst á síðustu sex árum og nú séu áhyggjur af umhverfisþáttur meiri en áhyggjur af efnahagslegum þáttum samkvæmt hundruð álitsgjafa World Economic Forum sem spurðir eru ár hvert.

Þegar horft er á meðfylgjandi myndband sem kynnir helstu niðurstöður skýrslunnar má sjá að fimm áhættuþættir eru settir í öndvegi og talið brýnt að bregðast við þeim. Þeir eru 1) hagvöxtur og umbætur (áhersla á að draga úr tekjuójöfnuði); 2) enduruppbygging samfélaga; 3) stjórnun á þeirri röskun sem tækniframfarir leiða til; 4) aukin alþjóðleg samvinna og 5) hröðun aðgerða í loftslagsmálum.

World Economy Forum hefur gefið út áhættuskýrslu sem þessa í meira en áratug. Samtökin er þekktust  fyrir árlega ráðstefnu um heimsmálin sem jafnan er haldin í Davos í Sviss. Ráðstefnan í ár hófst í gær.

Þróunarríkin styðja myndarlega við bakið á ríku þjóðunum

Komið hefur á daginn að flæði fjármagns frá þróunarríkjum til ríkari þjóða heims nemur miklu hærri fjárhæðum en öll sú vestræna þróunaraðstoð sem veitt er til þróunarríkjanna. Með öðrum orðum: þróunarríkin styðja myndarlega við bakið á þróuðu ríkjunum!  Eins og Jason Hickel segir í grein í Guardian: fjármagnsflæðið frá ríku þjóðunum til þeirra fátæku fölnar í samanburði við flæðið í hina áttina.

Þversögnin í þróunaraðstoð: hvernig fátæku ríkin þróa ríku þjóðirnar, er yfirskrift greinarinnar í The Guardian. Þar segir Jason Hickel að nýjar rannsóknir sýni að þróunarríkin sendi trilljón sinnum fleiri bandaríska dali til vesturlanda en fara í hina áttina. Samt sé okkur öllum kennt hið gagnstæða: að ríku þjóðirnar styðji þróunarríkin og sýni mikla gjafmildi við að uppræta fátækt og tosa fátæku þjóðirnar upp þróunarstigann -  með þróunaðaraðstoð upp á 125 milljónir dala árlega.

Veruleikinn er hins vegar allt annar, segir Hickel og bendir á að í nýlega birtum gögnum frá Global Financial Integrity (GFI) í Bandaríkjunum og Centre for Applied Research í Noregi hafi verið birtar tölur um fjármagnsflæði milli ríkra þjóða og fátækra á hverju ári. Þar hafi ekki aðeins verið tíundaðir fjármunir sem lagðir eru til í þróunaraðstoð, heldur líka annars konar fjármagnsflutningar, skuldaniðurfellingar, heimgreiðslur brottfluttra og fleira.

Hagfræðingarnir komust að raun um að árið 2012 (nýrri gögn ekki tiltæki) fengu þróunarríkin alls 1,3 trilljónir dala í þróunaraðstoð, fjárfestingar og tekjur utan lands frá. Á sama ári "flutu" frá þeim 3,3 trilljónir dala - sem þýðir að þróunarríkin sendu 2 trilljónum dala meira til annarra heimshluta en þau fengu í sinn hlut. Og þegar reiknað er lengra aftur í tímann, til ársins 1980, kemur í ljós að stuðningur þróunarríkjanna við ríku löndin nemur 16,3 trilljónum dala!

Fram kemur í úttektinni að langstærsti hluti af þessum fjármunum er illa fenginn, fjármunir sem eru óskráðir og oftast ólöglegir, að því er fram kemur í grein Jason Hickels. Um er að ræða rúmlega þrettán trilljónir af þessum rúmlega sextán.
Börnin okkar: lengi býr að fyrstu gerð
Fyrstu stundir ævinnar skipta máli 
Ljósmynd: gunnisal

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur hleypt af stokkunum herferð sem nefnist  #Fyrstu stundirnar skipta máli (#EarlyMomentsMatter) til að vekja fólk til vitundar um þýðingu fyrstu reynslu barnsins á þróun heila þess. Upplýsingaskrifstofa SÞ (UNRIC) greinir frá.

Norræn fyrirtæki á borð við LEGO, H&M og IKEA hafa tekið höndum saman við UNICEF um að minna á að lengi býr að fyrstu gerð eins og segir í málshættinum.

Á fyrstu þremur árum ævinnar myndar mannsheilinn allt að eitt þúsund nýjar tengingar á hverri sekúndu sem líður. Þessar tengingar eru sá grunnur sem allur framtíðarlærdómur, heilsa og hamingja hvílir á. Hins vegar ná þessar tengingar ekki fullum þroska án uppeldis og umönnunar, hvort heldur sem er fullnægjandi næringar, örvunar, ástar eða verndar frá álagi og ofbeldi.

Nánar á vef UNRIC

Finnar til fyrirmyndar

Bandarísk fræðastofnunin um þróunarmál, Center For Global Development, birtir jafnan í ársbyrjun lista yfir ríkustu þjóðir heims og gæðamat á þróunarsamvinnu þeirra.  

Á nýjum lista eru Finnar í efsta sæti, sjónarmun á undan Dönum, en næstu þjóðir eru Svíar, Frakkar og Portúgalar. 

Listinn tekur til 27 ríkustu þjóðanna.  Pólland, Japan og Sviss eru í neðstu sætunum.


Átta ríkustu eiga jafnmikið og helmingur mannkyns

Það hefur tæpast farið fram hjá neinum að átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Flestir fjölmiðlar hafa greint frá þessari staðreynd sem kom fram í skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. 

Skýrslan er gefin út aðdraganda árlegs fundar World Economic Forum í Davos sem hófst í gær. Þar stinga saman nefjum auðmenn, stjórnmálamenn og forstjórar margra af stærstu fyrirtækjum heims.

Oxfam segir að fátækari helmingur mannskyns eigi jafnmikið og átta ríkustu menn í heimi en auður þeirra telur 426 milljarða bandarískra dala. Þessi hópur manna telur þá Bill Gates, stofnanda Microsoft, Amancio Ortega, stofnanda verslunarkeðjunnar Zara, fjárfestinn Warren Buffet, Carlos Slim Helú, eiganda eins stærsta fjarskiptafyrirtækis Mexíkó, Jeff Bezos, stofnanda Amazo, Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, Larry Ellison, forstjóra bandaríska tæknifyrirtækisins Oracle og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra í New York og stofnanda Bloomberg-fréttaveitunnar. 

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundunum í Davos. í meðfylgjandi myndbandi er ávarp söngkonunnar Shakiru sem hún flutti við upphaf fundarins.



Áhugavert

-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
10 legitimate reasons for girls to not do their school work/ ONE
-
Africa's unique vulnerability to violent extremism, eftir Mohammed Yahya/ UNDP
-
Namibian traditional leaders haul Germany before US court in genocide test case, eftir Heike Becker/ TheConversation
-
Explaining China's involvement in the South Sudan peace process, eftir Ali Verjee/ TheInterpreter
-
WFP's Hot Dinner Data Sheds New Light On Big Disparities In The Cost Of A Bowl Of Food/ WFP
-
Water as a Force for Peace, eftir SUNDEEP WASLEKAR/ Project-Syndicate
-
Suður-Súdan:"Sliding towards genocide" eftir Peter Tibi/ D+C
-
14 moments that defined global development in 2016/ UNDP
-
INVESTING IN OUR SHARED FUTURE, eftir Gayle. E. Smith/ USAID
-
Through Your Lens: There's Always Beauty To Be Found, Even In The Desert/ HuffingtonPost
-
Chris Blattman on Sweatshops/ Econtalk
-
Ugandan women empowered by passion fruit/ DW
-
DRC: A country in fresh crisis, eftir Thembani Mbadlanyana/ DailyMaverick
-
Music as a weapon to fight inequality/ Oxfam
-
The biggest divide between African Muslims and Christians isn't their religion/ Qz

Ársskýrsla Mannréttinda-vaktarinnar komin út

Kosning Donald Trumps sem forseta Bandaríkjanna og vaxandi vinsældir popúlista í Evrópu skapa "djúpstæða ógn" við mannréttindi, segir í ársskýrslu bandarísku mannréttindasamtakanna, Human Rights Watch, sem kom út í síðustu viku.
.
Skýrslan er mikili að vöxtum, 687 síður, og tekur til mannréttindamála í níutíu þjóðríkjum.

"Trump og ýmsir stjórnmálamenn í Evrópu leitast  við að komast til valda með kynþáttahatri, útlendingahatri, kvenfyrirlitningu og þjóðernishyggu," sagði Ken Roth, framkvæmdastjóri Human Rights Watch þegar hann kynnti skýrsluna. "Aukinn popúlismi er djúpstæð ógn við mannréttindi," bætti hann við.

Trump, European populists are a threat to human rights: Human Rights Watch / Reuters
HRW Report: Threats To Human Rights Increased In 2016/ RFE


World Bank announces $450 million in humanitarian aid to Yemen/ Reuters
-
EXCLUSIVE: UN humanitarian wing OCHA lays off 170, starts overhaul/ IRIN
-
Food commodity prices fall for fifth year in a row in 2016/ FAO
-
UK moves a step closer to dramatic rise in aid funding to private sector/ TheGuardian
-
Ongoing violations of child rights highlighted as UN monitoring body opens annual session/ UNNewsCentre
-
China and Taiwan are renewing their diplomatic rivalry in Africa, starting with Nigeria/Qz
-
Uganda Confirms Avian Flu in Wild Terns, Domestic Birds/ VOA
-
How US Republican threats to cut UN funding could actually play out/ Devex
-
People in Congo Are Living in Fear of an Ugandan Militia - and Their Own Government/ Newsweek
-
United Kingdom Helps WFP Fight Malnutrition In Mozambique/ WFP
-
6 goda nyheter från Afghanistan/ OmVärlden
-
INTERVIEW: Data and accurate information 'critical' in the implementation of Agenda 2030 - UN DESA chief
-
Southern Africa drought/ Reuters
-
ExxonMobil exploits poor nation's corruption for oil in Africa/ MSNBC

-
Gambia's President Stalls Swearing In of President-Elect/ VOA
-
Paving the road from farm to market/ WFP
-
Boko Haram still a threat to refugees in Cameroon/ IRIN
-
The elders fighting FGM in Kenya: 'It robs women of their dignity' - in pictures/ TheGuardian
-
Tugþúsundir barna flúðu ein yfir Miðjarðarhaf/ RÚV
-
South Sudan Claims Mandate has Expired for More UN Troops/ VOA
-
 Africa's mixed political transitions in the 3 Gs: Gabon, the Gambia, and Ghana/ Brookings
-
The updated chart of Africa's longest-serving rulers if these two step down in 2017 as promised/ Qz
-
Mali Reports No Guinea Worm Cases; Disease Remains in Just Three Countries, Carter Center Says/ CarterCenter
-
UKSSD's open letter to the Prime Minister published today/ UKSSD
-
'We must not let 2017 repeat tragedies of 2016 for Syria' - joint statement by top UN aid officials/ UNNewsCentre
-
Sudan er blitt stuerent - får betalt for migrasjonskontroll/ Bistandsaktuelt
-
Serbian police: You are not allowed to feed the refugees!/ Blisty
-
Mozambique Default May Push Bondholders to Negotiating Table/ Bloomberg
-
Is southern Africa running out of fish?/ DailyMaverick
-
Svårt att nå ut med vaccin till marginaliserade barn/ OmVärlden
-
Kenya's national electrification campaign is taking less than half the time it took America/ Qz
-
DIIS: Krigen i Afghanistan er langt fra slut/ Globalnyt
-
Can Ireland's biggest humanitarian agency beat a corruption scandal?/ IRIN
-
Why Cash Transfers are an Effective form of Aid/ GlobalPolicy

Starfsnám hjá UNICEF á Íslandi?

UNICEF á Íslandi hefur nokkrum sinnum verið með starfsnema. Þeir hafa unnið fjölbreytt verkefni, öðlast mikilvæga reynslu og fengið innsýn inn í starf UNICEF á Íslandi. Starfsnemar eru sjálfboðaliðar og vinna á skrifstofu samtakanna á Laugavegi 176. Þeir mæta ýmist ákveðið marga klukkutíma á dag eða koma ákveðna daga í viku.
 
Hafir þú áhuga á starfsnámi sendu okkur þá endilega kynningarbréf og ferilskrána þína á netfangið  unicef@unicef.is. Endilega taktu fram hverju þú hefur gaman að og hvar styrkleikar þínir liggja. Er textavinna til dæmis þitt sérsvið? Ertu Excel-nörd? Er hugmyndavinna þinn styrkleiki? Forritun? Tölfræði og greiningar? Réttindagæsla? Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Prófarkalestur? Eitthvað allt annað?!
 
Samtökin segjast bjóða upp á spennandi verkefni fyrir fólk sem hefur áhuga á því að berjast fyrir réttindum barna og taka þátt í að bæta heiminn. Eitthvað fyrir þig?


Úttekt á háskólum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi

eftir Selmu Sif Ísfeld Óskarsdóttur sérfræðing á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins

Háskóli Sameinuðu þjóðanna hóf störf á Íslandi árið 1975 með það fyrir augum að styrkja samstarfið milli Sameinuðu þjóðanna (SÞ), háskóla og þeirra sem koma að vísindarannsóknum á einhvern hátt, með sérstakri áherslu á þróunarríki. Markmiðið með þessu samstarfi var að efla tengsl vísindamanna víðs vegar að úr heiminum og einnig að námið gæti nýst til þess að efla rannsóknir sem eru ofarlega á baugi SÞ, til að mynda umhverfismál og sjálfbæra þróun annars vegar og hins vegar frið og góða stjórnunarhætti. Háskólar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi eru hluti af alþjóðlegu neti háskóla Sameinuðu þjóðanna og eru nú um 16 slíkir skólar starfandi víðs vegar um heiminn í aðildarríkjum SÞ.
Ban Ki-moon fyrrverandi aðalaframkvæmdastjóri SÞ kynnti sér starfsemi háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi í heimsókn sinni til Íslands seint á síðasta ári.

Á Íslandi eru fjórir skólar starfandi innan vébanda Háskóla Sameinuðu Þjóðanna (HSÞ) en þeir eru: Jarðhitaskólinn, sem hefur verið starfandi frá árinu 1979 en Orkustofnun hýsir skólan og ber rekstrarlega ábyrgð á honum, Sjávarútvegsskólinn tók til starfa árið 1998 og liggur rekstrarleg ábyrgð hans hjá Hafrannsóknarstofnum en skólinn er einnig í samstarfi við Matís auk annarra stofnanna og fyrirtækja, Landgræðsluskólinn varð hluti af neti HSÞ árið 2010 og er hann samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Landgræðslu ríkisins, Jafnréttisskólinn bættist svo síðast við árið 2013 en hafði verið tilraunaverkefni utanríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands síðan 2009. 

Allir skólarnir bjóða upp á sex mánaða námskeið fyrir starfandi sérfræðinga frá þróunarlöndum en starfsemi skólanna er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslendinga.
  
Nú fer fram óháð úttekt utanríkisráðuneytisins á háskólum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi en í þróunarsamvinnuáætlun Íslands fyrir árin 2013-2016 er kveðið á um að slík úttekt verði framkvæmd á skólunum fjórum. Þann 19. desember síðastliðinn var skrifað undir samning þess efnis við sænska fyrirtækið Niras/Indevelop, eftir útboðsferli hjá Ríkiskaupum. Fundur með fulltrúum skólanna var haldinn í ráðuneytinu í beinu framhaldi þar sem ráðgjafar fyrirtækisins kynntu áform sín fyrir úttektina og það sem framundan er. 

Næstu skref úttektarteymisins eru svo meðal annars að heimsækja allnokkur þeirra þróunarlanda sem senda nemendur til skólanna fjögurra og taka viðtöl við fyrrverandi nemendur ásamt viðtölum við núverandi nemendur og starfólk á Íslandi. Markmið úttektarinnar er meðal annars að hún gefi af sér óháð, sjálfstætt og hlutlaust mat á háskólum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og skoða árangur skólanna í þróunarlöndum, en einnig að hún nýtist til að styrkja ábyrgðarskyldu þegar kemur að þróunarsamvinnu og að hægt sé að draga lærdóm af því starfi sem unnið hefur verið fyrir framtíðina. Úttektarteymið mun svo birta sínar niðurstöður í lokaskýrslu í júnímánuði. 
 
facebook
UM HEIMSLJÓS 

Heimsljós - veftímarit um þróunarmál er gefið út af utanríkisráðuneytinu. Heimsljós er fræðslu- og upplýsingarit um þróunar- og mannúðarmál og alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um málaflokkinn og gefa áhugasömum kost á því að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Heimsljós birtir gjarnan greinar um þróunarmál en ætíð undir nafni og á ábyrgð höfunda. Slíkar greinar þurfa ekki að endurspegla stefnu stjórnvalda. 

 

Þeir sem vilja senda okkur ábendingu um efni eða afskrá sig af netfangalista eru vinsamlegast beðnir um að senda slík erindi á netfang ritstjórans, Gunnars Salvarssonar, gsal@mfa.is

.

Við biðjumst velvirðingar á því að geta ekki notað íslenskar gæsalappir í viðtölum en bandarískt sniðmát veftímaritsins leyfir ekki notkun þeirra.

 

ISSN 1670-8105