Heimsljós
veftímarit um þróunar- og mannúðarmál
10. árg. 345. tbl.
13. desember 2017
Tvíþætt áskorun í stafrænum heimi:
Lágmarka þarf skaða og hámarka ávinning af Netinu fyrir ÖLL börn

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hvetur til þess í árlegri stöðuskýrslu sinni um börn í heiminum - State of the World Children - að stafræni heimurinn verði gerður öruggari fyrir börn en einnig að aukið verði aðgengi að Netinu í þágu barna sem eiga hvað erfiðast í veröldinni.

"Þrátt fyrir að börn séu mikið á Netinu - einn af hverjum þremur netnotendum er barn - er of lítið gert til þess að vernda þau gegn hættum í stafræna heiminum og jafnframt er of lítið gert til að auka aðgengi þeirra að öruggu efni á Netinu," segir í skýrslu UNICEF, Börn í stafrænum heimi ( Children in a Digital World).

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur ekki áður með jafn ítarlegum hætti rýnt í afleiðingar fjölbreyttrar stafrænnar tækni fyrir börn og líf þeirra.

Í skýrslunni eru bæði skilgreindar hætturnar sem af tækninni stafar og ný tækifæri sem opnast. Að mati samtakanna hafa hvorki ríkisstjórnir né einkafyrirtæki náð að fylgja þróuninni eftir og því telur UNICEF að börn séu útsett fyrir nýjum hættum og skaða auk þess sem milljónir barna sem standa höllum fæti séu utangarðs í stafrænum heimi.

Þriðjungur ungmenna í heiminum án Netsins
"Hvort sem okkur líkar betur eða verr er starfræn tækni óumdeilanleg staðreynd í lífi okkar," segir Antony Lake framkvæmdastjóri UNICEF í frétt frá samtökunum. Hann bætir við að í stafrænum heimi felist tvíþætt áskorun, annars vegar hvernig lágmarka megi skaða og hins vegar hvernig unnt sé að hámarka ávinninginn af Netinu í þágu allra barna.

Í skýrslunni er fjallað um kosti stafrænnar tækni fyrir börn sem standa höllum fæti, þar á meðal þau sem vaxa upp í fátækt eða búa á hörmungasvæðum. Bent er á að auka þurfi aðgengi þessara barna að upplýsingum, byggja upp hæfileika þeirra fyrir framtíðina á vinnustað sem nýtir sér stafræna tækni og gefa þeim vettvang til að tengjast öðrum og miðla skoðunum sínum.

Fram kemur í skýrslunni að milljónir barna standi utan við stafræna heiminn. Um það bil  þriðjungur ungmenna í heiminum - 346 milljónir - sé ekki á Netinu. Það feli í sér aukinn ójöfnuð og dragi úr getu barna til að vera þátttakendur í hagkerfi sem byggir í auknum mæli á stafrænni tækni.

Í skýrslunni er einnig fjallað um það hvernig Netið eykur varnarleysi barna gegn hættum og skaða, þar með talið misnotkun á persónuupplýsingum, aðgengi að skaðlegu efni og Neteinelti. Stöðug nálægð við nettengd tæki hefur að mati skýrsluhöfunda aukið eftirlitsleysi með netnotkun margra barna og þar með gert þau berskjaldaðri fyrir hugsanlegum hættum.

#AidToo
Frásagnaflóð um kynferðislega áreitni og ofbeldi í hjálparstarfi
Umræða um #Metoo hefur verið fyrirferðarmikil á síðustu vikum. Sýnt hefur verið fram á að kynferðisleg áreitni, einkum gegn konum, hefur viðgengist á mörgum sviðum samfélagsins. Eins og sagt frá í  síðasta Heimsljósi hefur bandaríski vefmiðillinn Devex kallað eftir frásögnum af slíkum tilvikum meðal starfsfólks hjálparstofnana og þeirra sem vinna að alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Norski vefmiðillinn Bistandsaktuelt hefur einnig leitað eftir upplýsingum frá fólki um kynferðislega áreitni og þegar hafa 264 starfsmenn hjálparsamtaka svarað og nefnt dæmi um slíka hegðan.

Í frétt Bistandsaktuelt segir að kynferðisleg áreitni sé ekki nýtt vandamál meðal þeirra sem starfa í þessum málaflokki og þess sé skemmst að minnast að alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam hafi á síðasta ári rekið 22 starfsmenn eftir að rannsókn leiddi í ljós að þeir höfðu beitt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.

Bistandsaktuelt rifjar líka upp á árið 2015 voru stofnuð samtökin Report the Abuse þar sem leitað var eftir frásögnum af kynferðislegri áreitni meðal fólks sem sinnti mannúðarstörfum. Þau samtök voru hýst af International Women´s Right Project í Kanada en voru síðan skráð sjálfstæð borgarasamtök í Sviss en neyddust til þess að loka samnefndum vef - Report the Abuse - í ágúst síðastliðnum sökum fjárskorts. Þá höfðu yfir eitt þúsund einstaklingar í hjálparstarfi svarað spurningum á vefnum og níu af hverjum tíu kváðust þekkja til samstarfsmanns sem hefði upplifun af kynferðislegri áreitni.

Þegar frétt Bistandsaktuelt var skrifuð í lok síðustu viku höfðu 264 svarað spurningum á netinu um þessi mál en vefmiðillinn naut stuðnings 6-7 norskra hjálparstofnana sem hvöttu félagsmenn sína til að taka þátt í könnuninni. Konur voru 76% þeirra sem svöruðu og karlar 24%.

Af þessu úrtaki höfðu 35% kvenna og 7% karla upplifað kynferðislega áreitni í eitt skipti eða fleiri. Helmingur þeirra hafði orðið fyrir þeirri reynslu í núverandi starfi. Sex af hverjum tíu sem höfðu upplifað áreiti þögðu um það. Þau sem tilkynntu um áreitið segja að í 76% tilvika hafi upplýsingarnar ekki leitt til neinna afleiðinga fyrir gerandann. Þá kom í ljós í 75% tilvika gerðust atvikin erlendis.

Rannsókn Flóttamannastofnunar á sýrlensku flóttafólki:
Afhjúpun á hrottafengnu ofbeldi gegn piltum og körlum

Ný rannsókn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) afhjúpar hrottafengið kynferðislegt ofbeldi í Sýrlandi gegn ungum piltum og körlum. Skýrsla sem var unnin upp úr viðtölum við fórnarlömb í Írak, Líbanon og Jórdaníu kom út í síðustu viku. Titill skýrslunnar vísar til þeirrar þöggunar sem einkennt hefur þessi ofbeldismál: We Keep It In Our Hearts.

Í rannsókninni voru tekin viðtöl við rúmlega 73 starfsmenn 34 hjálparsamtaka og hópsamræður við tæplega tvö hundruð flóttamenn. 

Viðtölin leiddu í ljós átakanlegar frásagnir af harðræði og ofbeldisverkum sem mennirnir höfðu verið beittir eða þeir heyrt af. Yngstu fórnarlömbin voru tíu ára aldri og þau elstu á níræðisaldri. Flestir upplifðu ofbeldið þar sem þeir voru í haldi, ýmist í fangelsi eða sérstökum búðum.

Tvíhliða þróunarsamvinna í Mósambík í rúmlega tvo áratugi


Í þessu kvikmyndabroti er rætt við Vilhjálm Wiium forstöðumann sendiráðs Íslands í Mapútó um samstarf Íslendinga og stjórnvalda í Mósambík í þróunarsamvinnu um rúmlega tuttugu ára skeið, en eins og áður hefur komið fram hefur verið ákveðið að loka sendiráðinu í Mapútó en sinna þróunarsstarfi áfram í landinu með öðrum hætti, gegnum fjölþjóðastofnanir eins og UNICEF og UN Women.
Viðhorfskannanir:
Minnihluti almennings í heiminum hefur heyrt af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Samkvæmt samantekt um skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í heiminum um vitneskju almennings um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna hafa 35 til 45 prósent aðspurðra heyrt um Heimsmarkmiðin. Þetta er niðurstaða samantektar af hálfu DevCom samtaka OECD, tengslahóps kynningarfulltrúa þjóða sem sinna alþjóðlegri þróunarsamvinnu.

Að mati DevCom er samt hæpið að fullyrða að vitneskja um Heimsmarkmiðin jafngildi þekkingu á markmiðunum því skoðanakönnun Glocalities (2016) sem náði til 24 þjóðríkja sýndi að einungis einn af hverjum eitt hundrað kvaðst þekkja Heimsmarmiðin "mjög vel" - og 25% kváðust aðeins þekkja til nafnsins.

Í nýjustu viðhorfskönnun Eurobarometer frá þessu ári þekkir aðeins tíundi hver íbúi Evrópu Heimsmarkmiðin. Um það bil sex af hverjum tíu kváðust hvorki hafa heyrt af markmiðunum né lesið um þau. Um það bil þrír af hverjum tíu kváðust vita af markmiðunum en varla vita nokkuð hvað þau fælu í sér. Hlutfall svarenda sem hafði einhverja hugmynd um Heimsmarkmiðin hafði hækkað um 5% frá könnun 2015. Flestir höfðu heyrt af Heimsmarkmiðunum í Finnlandi (73%), Lúxemborg (62%) og Hollandi (61%) en fæstir í Bretlandi (24%), Kýpur (25%) og Lettlandi (27%).


Í samantekt DevCom kemur fram að mikill munur sé á milli landa. Aðeins tveir af hverjum tíu í Þýskalandi og Frakklandi þekktu EKKI til Heimsmarkmiðanna í könnun á síðasta ári en fjórir af hverjum tíu Bretum og Bandaríkjamönnum. DevCom telur hins vegar ríka ástæðu til þess að gjalda varhug við niðurstöðum þessara kannana því rík tilhneiging sé til þess hjá svarendum að ofmeta eigin vitneskju (social desirability bias/ félagslegur æskileiki) um Heimsmarkmiðin.

Engu að síður er það mat DevCom að þekking á Heimsmarkmiðunum fari vaxandi. Samtökin byggja þá staðhæfingu meðal annars á því að bæði í könnunum Eurobarometer og Globescan hafi fleiri heyrt af Heimsmarkmiðunum tveimur árum eftir gildistöku en Þúsaldarmarkmiðunum á sínum tíma.

Í samantekt DevCom er rýnt í ýmsar kannanir sem snúa að öðrum þáttum Heimsmarkmiðanna eins og hvaða markmið almenningur telji mikilvægust, hverjir eigi að bera ábyrgð á innleiðingu markmiðanna og hverjir eigi að greiða fyrir markmiðin.

Sjötíu ár liðin á næsta ári frá samþykkt Mannréttindayfirlýsingarinnar

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt á Allsherjarþinginu þann 10. desember 1948 og að því tilefni er haldið uppá alþjóðlega mannréttindadaginn þann dag ár hvert. 

Í mannréttindayfirlýsingunni eru mörkuð þau grundvallarréttindi og það undirstöðufrelsi sem allir menn - karlar og konur - eiga skýlausan rétt á. Til þeirra teljast réttur til lífs, frelsis og ríkisfangs; frelsi til hugsana, sannfæringar og trúar; réttur til atvinnu og menntunar; réttur til að njóta matar og húsaskjóls; og réttur til að taka þátt í stjórn síns eigin lands. Mannréttindayfirlýsingin er það skjal sem þýtt hefur verið á flest tungumál í heiminum og hefur verið þýdd á fleiri en 500 tungumál!

Á næsta ári verður mannréttindayfirlýsingin 70 ára og síðastliðinn sunnudag, 10. desember, hófst árslöng herferð til að marka þessi merkilegu tímamót. Mannréttindastofnun SÞ hefur opnað sérstakan vef til að vekja athygli á mannréttindayfirlýsingunni og mannréttindabaráttu almennt.

Í myndbandinu hér að ofan eru skilaboð frá Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í tilefni dagsins. Íslenskur texti er með myndbandinu sem er á ensku. Neðra myndbandið tengist herferðinni "Stand Up for Human Rights."

Everyday heroes who defend human rights worldwide/ UNDP
The Deported - Immigrants Uprooted from the Country They Call Home/ HumanRightWatch
Mannréttindi mæta vaxandi fjandskap/ UNRIC
RADI-AID verðlaunin tilkynnt

Tilkynnt var um sigurvegara Radi-Aid verðlaunanna í síðustu viku en þau verðlaun eru veitt af norskum samtökum og felast í einskonar skammarverðlaunum fyrir versta myndband ársins - Rusty Radiator - og besta myndband ársins - Golden Radiator. Myndbörnin þurfa að  tengjast hjálparstarfi. Í hvorum flokki voru fjögur myndbönd tilnefnd.

Batman myndband hollensku War Child samtakanna og myndband Comic Relief fyrir fjölmörg bresk hjálparsamtök með tónlistarmanninum Ed Sheeran í aðalhlutverki voru fyrirfram talin sigurstranglegust í hvorum flokki - Golden Radiator og Rusty Radiator - og sú varð einmitt niðurstaðan. Í meðfylgjandi myndbandi er greint frá úrslitunum og birt brot úr nokkrum myndböndunum sem höfðu fengið tilnefningar.

Milljónir á barmi hungursneyðar
Yfir átta milljónir Jemena eru á barmi hungursneyðar að sögn embættismanns Sameinuðu þjóðanna. Líf þeirra veltur á aðgangi hjálparstarfsmanna með mat, hreint vatn, skjól og heilbrigðisþjónustu, sagði í frétt RÚV í gær, með tilvísun í  yfirlýsingu Jamie McGoldrick, yfirmanni mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna í Jemen. 

"Al Jazeera  hefur eftir honum að kallað sé eftir auknu aðgengi neyðaraðstoðar til landsins, en hernaðarbandalag Sádi-Arabíu lokar enn öllum leiðum að landinu. Bandalagið greip fyrst til þess ráðs í október eftir að flugskeyti uppreisnarmanna í Jemen var skotið niður nærri höfuðborg Sádi-Arabíu, Riyadh," sagði í fréttinni.


Áhugavert

Two Years After the Launch of the SDGs: Where Does Health Stand?, eftir Christiane Vogel/ EPHA
-
Geothermal/ Alþjóðabankinn
-
Universal Health Coverage Forum/ UniversalHealthCoverage.org
-
This company wants to build a giant indoor farm next to every major city in the world/ WEF
-
For the Holidays, Pool a Tooth or Save a Life, eftir Nicholas Kristof/ NYT
-
Street Sexual Harassment Needs to Stop, eftir Tariro Mantsebo/ GirlsGlobe
-
Hairdressing, sewing, cooking - is this really how we're going to empower women?, eftir Samira Shacle/ TheGuardian
-
5 natural disasters that beg for climate action/ Oxfam
-
Í dag: 2017 Humanitarian Policy Forum/ OCHA
-
Isabella Lövin och Ulrika Modéer är maktparet som inte bråkar: "Vi har spänstiga diskussioner"/ OmVärlden
-
Vill láta gott af sér leiða, viðtal við Þröst Frey Gylfason formann Félags Sameinuð þjóðanna/ Jólin koma
-
ITC @ 11th WTO Ministerial Conference (MC11) Buenos Aires, December 2017/ INTRACEN
-
Cyber violence: Disrupting the intersection of technology and gender-based violence, eftir Lara Hinson/ Alþjóðabankablogg
-
'One Planet' summit must help those on the front lines of climate change/ Oxfam
-
Is your country LGBTI inclusive? With better data, we'll know, eftir Clifton Cortez/ Alþjóðabankablogg
-
The Trump Administration Wants Refugees to Fit In or Stay Out, eftir Lauren Wolfe/ FP
-
AFRICA: 'Women And Girls Will Die': Trump's Foreign Aid Rule On Abortion, eftir Sarah Spiller & Callum Macrae/ AlJazeera
-
NDF is seeking a Project Officer/ NDF
-
Global warming will weaken wind power, study predicts, eftir Damian Carrington/ TheGuardian
-
DISABILITY INCLUSION/ Alþjóðabankinn
-
How to encourage young people to make a habit of helping others/ TheConversation
-
Understanding refugee and migrant journeys to Europe/ ODI
-
Opinion: 5 ways to make progress towards universal health coverage, eftir Rozita Halina Tun Hussein/ Devex
-
Sannar gjafir/ UNICEF
-
Saving children - A conversation with Helle Thorning-Schmidt/ StanMed
-
One Planet - Public and private finance in support of climate action/ OnePlanetSummit.fr
-
Why Eritreans leave/ ODI
-
With or without the US, global migration needs collective action, eftir Marta Foresti/ ODI
-
Safe in Serengeti: Young women and girls seek refuge from female genital mutilation in Mara, Tanzania/ UNWomen
-
Global poverty today, the 1908 winter in St. Petersburg, and 'controversy bias', eftir Francesco Ferreira/ Alþjóðabankablogg
-
8 ways user fees for health are harmful to people/ MSF
-
Vaccines aren't enough - we're working on a way to stop the polio virus for good, eftir Keith Grehan/ TheConversation

Umsóknarfrestur til 18. desember

Eins og fram hefur komið óskar utanríkisráðuneytið eftir að ráða háskólamenntaða fulltrúa til starfa á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu s.s. á sviði tvíhliða og fjölþjóðlegrar þróunarsamvinnu, svæðasamstarfs, samstarfs við atvinnulífið og borgarasamtök auk Heimsmarkmiða SÞ.
Ennfremur óskar ráðuneytið eftir að ráða upplýsingafulltrúa á sviði Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Upplýsingafulltrúinn þróar og vinnur upplýsingaefni til að auka meðvitund og skilning á Heimsmarkmiðunum og hugar sérstaklega að samþættingu þeirra við starfsemi Stjórnarráðsins. 

Umsóknarfrestur um stöðurnar er til og með 18. desember 2017. 


U.N. warns of new Syrian refugee wave to Europe if aid dries up/ Reuters
-
Svona er líf Róhingjanna/ Kveikur-RÚV
-
UN Initiative to boost resilience of women and youth in the Sahel through climate-smart agriculture launched at One Planet Summit/ UNWomen
-
Forsætisráðherra á One Summit ráðstefnunni: Ætlum að vera 5 árum á undan Norðurlöndunum/ Mbl.is
-
Steinöld lauk ekki vegna skorts á steinum/ UNRIC
-
Humanitarian data breaches: the real scandal is our collective inaction - Why it's time for an independent investigatory body, eftir Nathaniel A. Raymond ofl./ IRIN
-
Africa's football marred by politics/ DW
-
Skolelærerens fald i Zimbabwe/ GlobalNyt
-
South Sudan: Security Council urged to do more to protect civilians, help end violence/ RefugeesMigrants
-
Recovery pledges for hurricane-ravaged Caribbean are a drop in the ocean/ IRIN
-
Humanitarian data breaches: the real scandal is our collective inaction/ IRIN
-
Her havner de ekstra 1,8 bistandsmilliarder/ GlobalNyt
-
UN migration agency urges Facebook to combat human traffickers/ DW
-
Can a GM banana solve Uganda's hunger crisis?/ TheGuardian
-

360° - tímarit Dana um alþjóðamál 5/17/ Danska utanríkisráðuneytið
-
Árni Mathiesen,#MeToo og trampólín/ UNRIC
-
UN refugee head says global compact is chance to chart a different course/ UNHCR
-
EU governments complicit in migrant torture in Libya, says Amnesty/ BBC
-
UN and partners seek US$4.4 billion to aid Syria refugees/ UNHCR
-
Er Nigeria en «failed state»?/ Bistandsaktuelt
-
Overfishing and climate change push seabirds to extinction/ TheGuardian
-
U.S. Agency to Help Iraq Recover From IS Despite Trump Aid Cuts/ Reuters
-
Ísland taki Senegal sér til fyrirmyndar/ RÚV
-
Israel is making a strong play for Africa-but it's about more than just geopolitics/ Qz
-
How a WhatsApp Group is Fighting Child Marriage and FGM in Kenya/ NewsDeeply
-
Trump and the Ethics of Foreign Aid - People and Power/ AlJazeera
-
Diphtheria is spreading fast in Cox's Bazar, Bangladesh/ WHO
-
Early humans migrated out of Africa much earlier than we thought/ Qz
-
New centre for sustainable finance established in Stockholm/ SEI
-
UN peacekeepers honour 14 troops killed in DR Congo/ TheEastAfrican
-
2017: the year the Democratic Republic of Congo would like to forget/ TheConversation
-
Vad säger branschen om Agenda 2030?/ OmVärlden
-
Africa's ageing leaders don't know when to quit/ TheEconomist
-
South Sudan needs $1.7 billion humanitarian aid in 2018/ Reuters

Jafningjarýni um Finnland

Skert framlög finnskra stjórnvalda til þróunarsamvinnu á síðustu árum hefur leitt til þess að hlutfall þjóðartekna til málaflokksins eru nú þau lægstu um áratugaskeið, segir í jafningjarýni DAC (Þróunarsamvinnunefndar OECD) um Finnland sem birt var í síðustu viku. 

Þróunarsamvinnunefndin hvetur finnsku ríkisstjórnina til þess að setja sér áætlun um hækkun framlaga til stuðnings fátækustu þjóðum heims og ná viðmiðunarmörkum Sameinuðu þjóðanna um láta 0,7% af þjóðtekjum renna til þróunarsamvinnu.


Ungmenni í Kalangala á helgarnámskeiðum í kjúklinga- og svínarækt

Á vegum sendiráðs Íslands í Kampala og héraðsstjórnarinnar í Kalangala hafa verið haldin í smáum stíl svokölluð "verkmenntanámskeið" fyrir unglinga sem hafa fallið út úr skólakerfinu í Kalangala. Þeir hafa meðal annars fengið að kynnast kjúklinga- og svínarækt.  

Að sögn Stefán Jóns Hafstein forstöðumanns sendiráðsins er um að ræða þriggja mánaða námskeið sem haldin eru um helgar í tengslum við landbúnaðarskóla í Kalangala. Markmiðið er að að koma ungmennunum á vinnumarkað eða kynda undir áhuga hjá þeim á því að hefja sjálf ræktun til eigin nota og sölu. 

Stefán Jón segir tilraunaverkefnið hafa gefist vel og hann kvaðst vel geta trúað því að framhald yrði á þessu námskeiðahaldi.

Samstaða um mengunarsnauðan heim

Ríki heims stigu mikilvæg skref í baráttunni fyrir mengunarsnauðum heimi við lok Umhverfisþings Sameinuðu þjóðanna sem haldið var í síðustu viku í Næróbí í Kenía.

UNRIC segir að á fundinum hafi verið kynnt fyrirheit og samþykktar ályktanir um aðgerðir til að bæta líf milljarða manna um allan heim með því að hreinsa andrúmsloft, land og haf.

  "Ef staðið verður við öll fyrirheitin og aðgerðirnar verða að veruleika mun tæpur einn og hálfur miljlarður manna geta andað að sér hreinu lofti, 480 þúsund kílómetrar (um 30%) af strandlengju jarðar verða hreinar og andvirði tæpra 19 milljarða Bandaríkjadala varið í rannsóknir og þróun til að berjast gegn mengun," segir í fréttinni.


UNRWA sinnir fimm milljónum flóttamanna frá Palestínu

- eftir Védísi Ólafsdóttur friðargæsluliða hjá UNRWA

Ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta, að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem, hefur beint sjónum alþjóðasamfélagsins að botni Miðjarðarhafs á ný. Deila Ísrael og Palestínu er enn óleyst og engin skýr lausn í sjónmáli.

Ákvörðunin hefur ekki aðeins aukið spennu í Ísrael og Palestínu heldur teygir hún sig til nágrannaríkjanna. Ákvörðun Trumps hefur verið fordæmd víða um heim og í Jórdaníu hefur verið mótmælt nánast upp á hvern einasta dag síðan ákvörðunin var gerð kunn. 

Segja má að Jórdanía sé nánasta nágrannaþjóð Palestínumanna. Í stríði Araba við Ísraelsmenn 1948 tók Jórdanía yfirráð Vesturbakka Jórdanar og þúsundir Palestínumanna flúðu frá herteknum svæðum Ísraelsmanna yfir til austurbakka Jórdanar. Í sex daga stríðinu 1967 hörfuðu Jórdanar frá Vesturbakkanum og á ný flúðu þúsundir Palestínumanna yfir til Jórdaníu. 

Engin skýr mörk hvar flóttamannabúðir byrja og enda
Eftir þessi stríð voru stofnaðar samtals 10 flóttamannabúðir í norðvesturhluta Jórdaníu sem allar áttu að vera til skamms tíma. Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, sá um flóttamannabúðirnar en árið 1949 fékk stofnunin umboð til þriggja ára til að tryggja grunnþjónustu, menntun og heilbrigðis- og félagsþjónustu fyrir Palestínuflóttamenn í Jórdaníu, Sýrlandi, Líbanon, Vesturbakkanum og Gaza. Nú, 69 árum eftir fyrra stríð Ísraelsmanna og Araba, 50 árum eftir sex daga stríðið 1967, og 22 endurnýjanir á umboði UNRWA, eru skráðir palenstínskir flóttamenn í Jórdaníu 2,2 milljónir. Flóttamannabúðirnar, sem áður voru í útjöðrum borga og bæja, eru nú orðnar hluti af þeim.  Búðirnar eru opnar og það eru engin skýr mörk um hvar flóttamannabúðirnar byrja eða enda. Samkvæmt manntali jórdanskra stjórnvalda árið 2015 var íbúafjöldi Jórdaníu 9,5 milljónir en samkvæmt óformlegum tölum á um helmingur íbúa landsins ættir sínar að rekja til Palestínu. Það er því ekki að furða að samstaða með Palestínumönnum sé mikil í Jórdaníu.

Yfirlýsing Pierre Krahenbuhl framkvæmdastjóra UNWRA í vikunni.
Staða Palestínuflóttamanna í Jórdaníu er önnur en á hinum fjórum starfsstöðvum UNRWA, sem eru í Líbanon, Sýrlandi, Gaza og á Vesturbakkanum. Palestínumenn sem flúðu frá herteknum svæðum Palestínu og yfir til austurbakka Jórdanar fengu jórdanskt ríkisfang. Undanskildir eru Palestínumenn sem flúðu frá Gaza eftir stríðið 1967 og telja þeir um 150.000 af 2,2 milljónum skráðum flóttamönnum frá Palestínu í Jórdaníu. Þrátt fyrir jórdanskt ríkisfang voru þeir flóttamenn sem höfðu þurft að yfirgefa heimili sín og þráðu ekkert frekar en að snúa heim. Staða Palestínuflóttamanna erfist í karllegg og það er algengt að nú 50-70 árum síðar, njóti þriðja kynslóð Palestínuflóttamanna menntunar í einum af 171 skólum UNRWA í Jórdaníu. Í skólana 171 ganga 121.000 börn í fyrsta til tíunda bekk en þar að auki rekur UNRWA í Jórdaníu 25 heilsugæslur, tvo iðn- og tækniskóla og tæplega 60.000 einstaklingar fá lágmarksstyrki í gegnum félagsþjónustu UNRWA. Hjá vettvangsskrifstofu UNRWA í Jórdaníu starfa um 7.000 manns, langflestir Palestínumenn.

Erfiður hallarekstur
Á síðustu árum, á tímum ófriðar í Miðausturlöndum, hefur róður UNRWA orðið þyngri, ekki aðeins í Jórdaníu heldur á öllum starfsstöðvunum fimm. Þörfin fyrir þjónustu stofnunarinnar hefur aukist með vaxandi mannfjölda og þar með eykst rekstrarkostnaður stofnunarinnar. Neyðin er mikil í Miðausturlöndum og sjóðir ríkja og stofnanna, sem ætlaðir eru í hjálparstarf, eru jafnan uppurnir. Langvarandi deila Ísraels og Palestínu fellur gjarnan í skugga annarra ófriða og á síðastliðnum þremur árum hefur UNRWA verið rekið í miklum halla. 

UNRWA reiðir sig alfarið á frjáls framlög ríkja Sameinuðu þjóðanna en aðeins örfáar fastar stöður alþjóðlegs starfsfólks eru fjármagnaðar af sjóðum Sameinuðu þjóðanna (af tæplega 7.000 starfsmönnum UNWRA í Jórdaníu eru innan við 10 alþjóðleg föst stöðugildi. Þar eru undanskilnar stöður, líkt og mín, sem fjármagnaðar eru beint af samstarfslöndum og stofnunum). Þrátt fyrir úrbætur og hagræðingu í rekstri stofnunarinnar eykst hallinn ár frá ári. Fjárhagsstaða UNRWA versnar með hverjum mánuði sem líður og í upphafi desember var óljóst hvaða áhrif það hefði á rekstur stofnunarinnar í ár.

Þann 11. desember, örfáum dögum eftir ákvörðun Trump, tilkynnti Pierre Krahenbuhl, framkvæmdastjóri UNRWA, að þrátt fyrir 49 milljón dala halla stofnunarinnar yrði starfi hennar ekki raskað í ár. Það er þjónustu fyrir 5 milljónir Palestínuflóttamenn í Jórdaníu, Sýrlandi, Líbanon, Gaza og á Vesturbakkanum. Yfir þrjátíu þúsund starfsmenn, hálf milljón nemenda í 711 skólum og milljónir sjúklinga á 143 heilsugæslum UNRWA anda því örlítið léttar - í bili.

facebook
UM HEIMSLJÓS 

Heimsljós er gefið út af utanríkisráðuneytinu. Heimsljós er fræðslu- og upplýsingarit um þróunar- og mannúðarmál og alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um málaflokkinn og gefa áhugasömum kost á því að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Heimsljós birtir gjarnan greinar um þróunarmál en ætíð undir nafni og á ábyrgð höfunda. Slíkar greinar þurfa ekki að endurspegla stefnu stjórnvalda. 

 

Þeir sem vilja senda okkur ábendingu um efni eða afskrá sig af netfangalista eru vinsamlegast beðnir um að senda slík erindi á netfang ritstjórans, Gunnars Salvarssonar, gsal@mfa.is

.

Við biðjumst velvirðingar á því að geta ekki notað íslenskar gæsalappir í viðtölum en bandarískt sniðmát veftímaritsins leyfir ekki notkun þeirra.

 

ISSN 1670-8105