Heimsljós
veftímarit um þróunarmál
10. árg. 312. tbl.
25. janúar 2017
Lífsstílssjúkdómar ógna heilsufari í Afríkuríkjum í vaxandi mæli
Heilsufar í Afríkuríkjum hefur löngum mótast af smitsjúkdómum eins og malaríu, HIV/alnæmi og ebólu sem varð að faraldri í þremur ríkjum álfunnar fyrir skemmstu. Með aukinni þróun hefur tekist að draga verulega úr mörgum smitsjúkdómum í álfunni og bætt lífsskilyrði milljóna Afríkubúa hafa meðal annars verið staðfest með tölum um auknar lífslíkur, umfram það sem áunnist hefur með minni barnadauða.

Annars konar heilsufarsógn er yfirvofandi. Líkt og aðrar þjóðir taka íbúar Afríku upp lifnaðarhætti og lífsstíl sem ógnar heilsufari. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) birti nýverið skýrslu um helstu áhættuþætti í heilsufari Afríkubúa sem ekki tengjast smitsjúkdómum. Þar segir að flestir fullorðinna í Afríku hafi að minnsta kosti einn af þeim fimm hættulegustu en þeir eru: reykingar, óhollt mataræði, hreyfingarleysi, þyngdaraukning og hár blóðþrýstingur. Samkvæmt rannsókn WHO eru að minnsta kosti fjórðungur íbúa Afríku með þrjá af þessum fimm áhættuþáttum, en rannsóknin náði til 33 landa.

Mikil aukning
Á næstu tíu árum munu lífsstílssjúkdómar verða 44 milljónum einstaklinga að aldurtila á heimsvísu. Það er aukning um 15% frá árinu 2010, sú mesta í sögunni. Í Afríku vera slíkir sjúkdómar banamein 3,9 milljóna manna árið 2020, að mati WHO. Tíu árum síðar, árið 2030, er talið að lífsstílssjúkdómar leiði til flestra dauðsfalla í álfunni.

Dr. Matshidiso Moeti svæðisstjóri WHO í Afríku bendir á að í gildandi heilbrigðisstefnum flestra ríkja sé áherslan á viðbrögð við farsóttum en mikilvægt sé í stefnumótun í heilbrigðismálum að huga að viðnámi við lífsstílssjúkdómum, með annars vegar með betri lifnaðarháttum og hins vegar með breyttri hegðan.

Report on the Status of Major Health Risk Factors for Noncommunicable Diseases/ WHO
We can improve health systems in Africa - Dr Matshidiso Moeti/ SouthernAfrican
Strengthen African health systems to help achieve SDGs/ SciDev
Lifestyle diseases pose new burden for Africa/ UN
UNRWA metur þörfina í ár á rúmlega 46 milljarða króna

Flóttamannastofnun SÞ fyrir Palestínuflóttamenn (UNRWA) metur fjárhagslegu þörfina á þessu ári fyrir stuðning við palestínska flóttamenn vegna Sýrlandsstríðsins vera 411 milljónir bandarískra dala sem jafngildir rúmlega 46 milljörðum íslenskra króna. Talsmenn UNRWA gáfu opinberlega út ofangreinda fjárhæð á tveggja daga ráðstefnu sem hófst í gær í Helsinki en á ráðstefnunni er fjallað um stöðu mannúðarmála vegna átakanna í Sýrlandi. 

Einn af viðmælendum Héðins Halldórssonar upplýsingafulltrúa UNICEF og sagt frá tilurð myndarinnar í kvikmyndabroti hér fyrir neðan.
Samkvæmt frétt frá UNRWA er stuðningur og þjónusta við Palestínuflóttamenn meginverkefni stofnunarinnar. Á síðasta ári varð ekkert lát á hernaðinum í Sýrlandi með enn frekara mannfalli óbreyttra borgara og eyðileggingu. Af þeim 450 þúsund Palestínuflóttamönnum sem eru enn eftir í Sýrlandi eru 95% - 430 þúsund manns - á vonarvöl og þurfa nauðsynlega á mannúðaraðstoð að halda til að lifa.

Um 280 þúsund þessara flóttamanna eru á vergangi innan Sýrlands og talið er 43 þúsund þeirra séu lokaðir inni á stöðum þar sem óhægt er um vik að koma til þeirra vistum.

Fram kemur í frétt UNRWA að rúmlega 120 þúsundir Palestínumanna hafi flúið Sýrland, þar af eru 31 þúsund flóttamenn í Líbanon og 16 þúsund í Jórdaníu.

Gagnvirk heimildamynd frá UNICEF
Í aðdraganda Helsinkifundarins gaf Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) út gagnvirka heimildamynd með frásögnum nítján barna sem búa í flóttamannabúðum í Líbanon. Frásagnirnar fjalla um þá erfiðleika sem blasa við börnunum í tengslum við menntun, #ImagineaSchool, og viðtölin við börnin eru tekin af Héðni Halldórssyni upplýsingafulltrúa UNICEF í Líbonon.

UNU-GEST:
Átján nýnemar í Jafnréttisskólanum

Átján nemendur frá tólf þjóðríkjum eru komnir til Íslands og hafa þegar hafið nám við Jafnréttisskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) sem er fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu og þáttur í alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Nemendurnir eru allir sérfræðingar og háskólanemar sem starfa að jafnréttismálum í heimalöndum sínum. Námið er 20 vikna diplómanám í alþjóðlegum jafnréttisfræðum þar sem sérstök áhersla er lögð á þverfaglega, fræðilega og hagnýta þekkingu, allt frá verkefnastjórnun til kynjaðrar hagstjórnar.

Nemendur átján koma frá eftirtöldum tólf löndum: Eþíópíu, Malaví, Mósambík, Palestínu, Líbanon, Úganda, Írak, Afganistan, Sómalíu, Nígeríu, Jamaíku og Túnis.

Jafnrétti og valdefling kvenna
Markmið Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna með menntun, námskeiðum og rannsóknum í fátækari ríkjum og á átakasvæðum. Starfið byggir á þeirri forsendu að jafnrétti kynjanna sé grundvallarmannréttindi og skilyrði fyrir sjálfbærni samfélaga. Jafnréttisskólinn rekur 20 vikna diplómanám (30 ECTS) í alþjóðlegum jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands á hverju vormisseri. Sérstök áhersla er á þverfaglega, fræðilega og hagnýta þekkingu allt frá verkefnastjórnun til kynjaðrar hagstjórnar. Í náminu er lögð áhersla á að stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna í samhengi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Einnig er lögð áhersla á jafnréttis­sjónarmið við friðaruppbyggingu í samræmi við ályktun öryggisráðs SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Loks er sjónum beint að samþættingu kynjasjónarmiða í umhverfismálum og við sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.

Nemendahópur Jafnréttisskólans er sá stærsti fram að þessu, en alls hafa 68 nemendur útskrifast úr skólanum. Frekari upplýsingar um Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að finna á vef skólans.
Menntun:
Mikill munur á skólagöngu kristinna og múslima í sunnanverðri Afríku
Í fjölmörgum löndum sunnan Sahara í Afríku búa kristnir og múslimar í sátt og samlyndi við svipaðar aðstæður. Á einu sviði er þó mikill munur á samfélögum þessara hópa: menntun. Ný rannsókn Pew Research Center sýnir að kristnir eru rúmlega tvöfalt fleiri með formlega skólagöngu að baki en múslimar.

Í rannsókninni var litið til árafjölda í skóla út frá aldri og kyni. Í ljós kom að 65% múslima í sunnanverðri Afríku höfðu ekki fengið neina formlega skólagöngu - hlutfallið það hæsta í heiminum. Til samanburðar höfðu 30% kristinna í þessum heimshluta ekki fengið formlega menntun.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru fengnar með gögnum frá 151 þjóðríki - þar af 36 í Afríku sunnan Sahara. Greind var skólaganga sex mismunandi trúarhópa, kristinna, íslamista, hindúa, búddista, gyðinga og annarra. Í 18 af 27 ríkjum þar sem bæði kristnir og múslimar voru fjölmennir höfðu þeir síðarnefndu að minnsta kosti tíu prósent minni skólagöngu.

Eina helstu skýringinu á þessum mun er að leita í fortíðinni, til nýlendutímans, segir í frétt Quartz. Á nýlendutímanum fjölmenntu kristniboðar til Afríkuríkja og voru frumkvöðlar í menntamálum. Múslimar sendu börn sín aldrei í kristniboðsskólana af ótta við trúarlegan viðsnúning. Sú ákvörðun hefur haft djúpstæð áhrif á kynslóðir síðari tíma.

Fram kemur í frétt Quartz skrifar að kristindómur og íslam eru ríkjandi trúarbrögð meðal þjóða í sunnanverðri Afríku og nái til 93% íbúa. Að því gefnu að barnadauði haldi áfram að minnka og fæðingatíðni verði enn há má reikna með því, segir blaðið, að kristnum og múslimum fjölgi stórlega í þessum heimshluta. Þannig hafi verið reiknað út að árið 2050 muni fjórði hver kristinn í heiminum búa í sunnanverðri Afríku.

The biggest divide between African Muslims and Christians isn't their religion/ Qz
Ætlar þú þá bara ekki að hjálpa fátæku fólki í þróunarlöndum?"
Viðhorf fagfólks til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu

"Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að alþjóðleg þróunarsamvinna þjóni hagsmunum allra, þ.e. gjafaríkja og viðtökuríkja, og ljóst er að smáríki á borð við Ísland eiga kost á því að njóta sérstaklega góðs af þróunarsamvinnu," segir Ívar Schram í nýrri meistaraprófsritgerð í alþjóðasamskiptum og stjórnmálafræði sem ber yfirskriftina: "Ætlar þú þá bara ekki að hjálpa fátæku fólki í þróunarlöndum?" Undirheiti ritgerðarinnar er: Viðhorf fagfólks til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.

Ívar segir í inngangi að ritgerðinni að alþjóðleg þróunarsamvinna sé margbreytilegur málaflokkur sem gengið hafi í gegnum tíðar stefnu- og áherslubreytingar. "Eðli hennar í dag er að miklu leyti andstætt upprunalegum einkennum málaflokksins. Sá lærdómur, sem dreginn hefur verið af þróunarstörfum síðustu áratuga, með Sameinuðu þjóðirnar í fararbroddi, hefur þannig fært málaflokknum þau vopn sem þurfa þykir til að ná upprunalegum markmiðum hans; að útrýma fátækt fyrir fullt og allt. Aukinn óstöðugleiki í alþjóðasamfélaginu hefur þó vakið upp gömul viðmið, sem gæti reynst alþjóðasamfélaginu dýrkeypt," segir í innganginum.

Nánar
"Bann við fóstureyðingum þýðir ekki færri fóstureyðingar":
Miklar áhyggjur borgarasamtaka vegna umdeildrar tilskipunar gegn fóstureyðingum 
Frétt France24 um tilskipunina.
Frétt France24 um tilskipunina.

Á annað hundrað borgarasamtök hafa undirritað andmæli gegn umdeildri tilskipun sem bandarísk stjórnvöld innleiddu á nýjan leik á mándag. Samkvæmt henni er borgarasamtökum óheimilað nýta bandarískt styrktarfé til að styðja við framkvæmd eða ráðgjöf um fóstureyðingar. Það þýðir að þau fjölmörgu borgarasamtök sem starfa í þróunarríkjum að fjölskylduráðgjöf er óheimilt að nýta það fé til framkvæma fóstureyðingar eða veita stuðning sem mælir með fóstureyðingum. Ólöglegar óöruggar fóstureyðingar í þróunarríkjum leiða til dauða tugþúsunda kvenna á hverju ári.

Hollendingar svara
Hollenska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að áform séu uppi af þeirri hálfu að eiga frumkvæði að stofnun alþjóðlegs sjóðs til að fjármagna aðgang kvenna í þróunarríkjum að fóstureyðingum - og brúa þannig bilið sem myndast við ákvörðun Trumps. "Bann við fóstureyðingum þýðir ekki færri fóstureyðingar," er haft eftir Lillane Ploumen ráðherra þróunarmála í hollensku ríkisstjórninni. "Slíkt leiðir til fleiri óábyrgra aðgerða í bakherbergjum og fleiri dauðsfalla."

Tilskipunin með banninu þykir ávallt mikill sigur fyrir þann stóra þjóðfélagshóp í Bandaríkjunum sem er andvígur fóstureyðingum en samtök sem berjast fyrir frjálsum fóstureyðingum og þau sem vinna í þróunarríkjum að fækkun barneigna telja að gróflega sé brotið á rétti kvenna. Sagt er að bannið komi til með að þýða að þúsundir kvenna víðs vegar í heiminum muni deyja og að milljónir kvenna gangi ekki lengur að öruggri fóstureyðingu. 

Umrædd tilskipun var fyrst sett í tíð Reagans árið 1984, Clinton var á öndverðum meiði og tók út ákvæðið um bannið, Bush setti aftur á bann og Obama sneri þeirri ákvörðun við.
Trump kemur í veg fyrir fjárframlög til fóstureyðinga/ Vísir
Trump just reinstated the global gag rule. It won't stop abortion, but it will make it less safe/ VOX
Trump makes early move on restricting abortions around the world/ Reuters
How the US global gag rule threatens health clinics across Kenya and Uganda/ TheGuardian
Here's How Trump's Anti-Abortion Rule Will Affect Women Worldwide/ Buzzfeed
United States aid policy and induced abortion in sub-Saharan Africa/ WHO
UN Women
Sæmdarsettum að andvirði sex milljóna króna dreift í Írak fyrir íslenskt söfnunarfé
Samtökin UN Women í Írak dreifa um þessar mundir sæmdarsettum að andvirði sex milljóna króna sem söfnuðust í neyðarsöfnun UN Women á Íslandi í nóvember á síðasta ári.

 "Í ljósi þess skelfilega ástands sem ríkir í Mosul, Írak efndum við til neyðarsöfnunar fyrir konur á flótta í Írak. Við hvöttum almenning til að senda sms-ið KONUR í 1900 og þar með veita konu á flótta frá Mosul sæmdarsett sem inniheldur helstu nauðsynjar líkt og dömubindi, sápu og vasaljós," segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra landsnefndar UN Women á Íslandi.

Til að vekja athygli á þeim grimma veruleika sem konur í Írak búa við, birti landsnefndin myndband sem unnið var af auglýsingastofunni Döðlur. Óhætt er að segja að myndbandið hafi vakið ómælda athygli ef tekið er mið af þeim mikla stuðningi almennings við átakið. Í desember hóf svo landsnefndin sölu á jólagjöf UN Women, veglegu sæmdarsetti sem er táknræn gjöf og andvirði eins sæmdarsetts Í Mosul. Sæmdarsettin gera konum kleift að viðhalda sjálfsvirðingunni og reisn sinni. Almenningur tók virkilega vel í jólagjöfina, sæmdarsettið sem landsmenn gáfu í nafni vina og vandamanna.

Kvenmiðuð neyðaraðstoð
Konur í Mosul hafa búið við skelfilegan veruleika undanfarin þrjú ár, síðan vígasveitir íslamska ríkisins lögðu borgina undir sig. Nú um miðjan október réðust íraskar öryggissveitir ásamt hersveitum Kúrda inn í Mosul með það að markmiði að ná borginni úr höndum vígasveita íslamska ríkisins. Hörð átök geysa enn í borginni og á undanförnum þremur mánuðum hafa um 148 þúsund manns flúið heimili sín í Mosul og eru nú á vergangi. Fólk hefur flúið meðal annars til Ninewa svæðisins suðaustur af Mosul þar sem unnið er að uppsetningu búða fyrir flóttafólk sem fjölgar óðum. UN Women dreifir þar sæmdarsettum til kvenna og samhæfir aðgerðir á svæðinu og tryggir að veitt sé kvenmiðuð neyðaraðstoð. Neyðin í Mosul og kring er mikil og virðist eingöngu vera að aukast.

"Ástandið í Írak er hræðilegt. Aftur á móti er gleðilegt að segja frá þeim mikla meðbyr og velvilja sem almenningur hér á landi sýndi í neyðarsöfnuninni," segir Inga Dóra og vill koma á framfæri þökkum við TM á Íslandi sem styrkti gerð myndbandsins auk þess sem hún vill koma á fram þakklæti til allra þeirra sem styrktu herferðina með kaupum á sæmdarsetti. 

Neyðin í Írak er mikil og ekkert lát virðist á fólksflóttanum. Enn er hægt að styrkja starf UN Women í Írak með því að senda sms-ið KONUR í 1900 (1490kr.).

Tvær flóttafjölskyldur komnar til landsins
Ljósmynd:Amelia Rule:CARE International

Tvær fjölskyldur frá Sýrlandi eru komnar til landsins, en þær eru hluti af hópi flóttamanna sem íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að veita hæli hér á landi. RÚV greinir frá.

Þorsteinn Víglundsson félags-og jafnréttismálaráðherra, Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar, skrifuðu undir samning um móttöku fólksins síðdegis á mánudag.

Fjölskyldurnar hafa samkvæmt frétt RÚV dvalið í flóttamannabúðum í Líbanon. "Von er á þriðju fjölskyldunni austur 30. janúar. Þann dag koma 33 flóttamenn. Fimm þeirra fara til Akureyrar og 21 til Reykjavíkur. Um helgina var unnið að því hörðum höndum að gera íbúðir fjölskyldnanna klárar þannig að allt verði tilbúið í kvöld fyrir nýju íbúana," segir í fréttinni.

Nánar
Where are Syrian refugees?/ UNDP

Áhugavert

-
-
-
Uganda's School for Life: Educating out of Poverty - Rebel Education
Uganda's School for Life: Educating out of Poverty - Rebel Education

-
-
-
-

-
-
-
-
-
-
-
-
-
-
Bird flu outbreak in Uganda: some key facts about the virus/ TheConversation
-
The commodification of African wildlife: A controversial business/ HowWeMadeItInAfrica
-
Damaged democracy, eftir Hans Dembowski/ D+C
-
Leave no child behind: Moving the agenda forward/ SciDev
-
The case for girls' education, eftir Jenne Ottenhoff/ ONE

Envisioning the global financial system in a decade, eftir Gloria M. Grandolini/ Alþjóðabankablogg
-
Kontantstöd bidrar till minskad fattigdom/ SIDA
-
Quandary in South Sudan: Should It Lose Its Hard-Won Independence?/ NYT
-
-
Climate change and mass migration: a growing threat to global security/ IRIN
-
Event: Are slum-free cities achievable?/ TheGuardian
-
Opinion: 4 ways to address menstrual stigmas, taboos and discrimination, eftir Darren Saywell og Caitlin Gruer/ Devex
-
It's time South Africa tuned into Africa's views about its role on the continent, eftir Maxi Shoeman ofl./ TheConversation

Veist þú um Íslendinga í Gambíu?
Íbúar í Gambíu fögnuðu þegar forsetinn fór/ AfricaNews

Þannig var spurt í síðustu viku þegar ástandið í Vestur-Afríkuríkinu Gambíu var afar ótryggt. Mörg sendiráð erlendra ríkja hvöttu þá fólk til þess að yfirgefa landið hefði það ekki brýna ástæðu til að halda kyrru fyrir. Einnig var fólki ráðlagt að ferðast ekki til Gambíu meðan hættuástand varir.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræddi í síðustu viku ástandið í landinu. Herir nágrannaríkja voru í viðbragðsstöðu við landamæri sökumi þess að Yahya Jammeh fyrrverandi forseti landsins neitaði að láta af völdum. Hann tapaði í forsetakosningum í desember. 

Sigurvegari kosninganna, Adama Barrow, tók formlega við embætti í síðustu viku en embættistakan fór fram í sendiráði Gambíu í nágrannaríkinu Senegal. Þegar loks Jammeh sá sæng sína uppreidda yfirgaf hann landið en samkvæmt fréttum tók hann drjúgan hluta ríkissjóðs með sér í útlegðina. Hermt er að hann hafi fengið inni í Miðbaugs-Gíneu.

Tugþúsundir íbúa flúðu landið í síðustu viku, flestir til Senegal, en margir þeirra hafa snúið aftur heim.

As Gambia crisis passes, displaced return from Senegal/ UNHCR
The Fall of Africa's Loneliest Despot/ FP
As Gambia's Yahya Jammeh Entered Exile, Plane Stuffed With Riches Followed/ NYTIMES
TIMELINE: Who is Yahya Jammeh?/ Reuters
A turning point for The Gambia, the smiling face of Africa?/ TheConversation


Six Stories That Will Shape Sub-Saharan Africa in 2017/ Newsweek
-
Ugandans invent 'smart jacket' to diagnose pneumonia/ Nation
-
Promoting peace by waging war: African interventionism/ IRIN
-
The biggest stories from Davos 2017/ IRIN
-
The smart way to help African farmers tackle climate change/ IRIN
-
Sahel: Verdens største sammenhengende kriseområde/ Bistandsaktuelt
-
Red Means Go at Pediatric Wards in Southern Malawi/ VOA
Red Means Go at Pediatric Wards in Southern Malawi/ VOA
-
Ahmed Hussen: From Somali refugee to Canada's parliament/ AfricaReview
-
Uganda: Parliament Agrees to Investigate Oil Tax Bonus/ AllAfrica
-
Juba calm for first time in years due to seizing of illegal firearms/ CGTN
Juba calm for first time in years due to seizing of illegal firearms/ CGTN

PEACEKEEPERS ARE NOT DOING ENOUGH TO PROTECT WOMEN IN SOUTH SUDAN/ Venture
-
Restoring reproductive health access for millions in Boko Haram-affected areas/ UNFPA
-
How EU Funds Are Helping WFP Get Critical Aid To Vulnerable Somalis/ WFP
-
Money Talks: Turkey signs six deals with Mozambique/ TRT
Money Talks: Turkey signs six deals with Mozambique/ TRT
-
Overfishing threatens food security off Africa's western and central coast as many fish species in the region face extinction - IUCN report / IUCN
-
Uganda's sprawling haven for 270,000 of South Sudan's refugees/ TheGuardian
-
UK accused of failing to defend rights of Yemeni children against daily violations/ TheGuardian
-
The death toll from Nigeria's accidental bombing of a refugee camp is much worse than first reported/ Quarz

Nýir formenn ungmennaráðs UNICEF á Íslandi

Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir er nýr formaður ungmennaráðs UNICEF á Íslandi. Hún var kjörin á fundi ráðsins í seinustu viku. Nýr varaformaður er Anna Arnarsdóttir.

Lilja og Anna eru báðar nemendur við alþjóðabraut í Verzlunarskóla Íslands. "Mikil tilhlökkun er yfir komandi verkefnum ungmennaráðsins og sömuleiðis tækifærinu til þess að starfa með þeim stöllum," segir á vef UNICEF á Íslandi.

Heimsmarkmiðin - hnattrænn samfélagssáttmáli
 
eftir Þórdísi Sigurðardóttur sendiráðunaut á þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins
 
Nú er rúmt ár liðið síðan Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun voru sett. Leiðtogar ríkja heims samþykktu árið 2015 á vettvangi Sameinuðu þjóðanna 17 markmið sem stefna skuli að því að ná  árið 2030. 

Heimsmarkmiðin gilda frá 2016 og leysa af hólmi Þúsaldarmarkmiðin sem unnið var að tímabilið 2000-2015. Þúsaldarmarkmiðin kváðu m.a. á um að draga um helming úr sárri fátækt í heiminum - sem reyndar tókst. Heimsmarkmiðin eru mun víðtækari en Þúsaldarmarkmiðin og beinast að öllum ríkjum, ekki bara þeim fátækari. Heimsmarkmiðin 17  samanstanda af 169 undirmarkmiðum með tilheyrandi mælikvörðum sem nota á til að mæla stöðuna á hverjum tíma. Áhersla er lögð á efnahags-, umhverfis- og félagslegar stoðir sjálfbærrar þróunar og útgangspunkturinn er að markmiðin nái til allra og skilji engann eftir.

Skuldbinding
Nýlunda er að leiðtogar allra ríkja heims setji sér svo áþreifanleg sameiginleg markmið um þróun á heimsvísu. Þeir hafa skuldbundið sig til að fylkja sér á bak við Heimsmarkmiðin og bera ábyrgð á innleiðingu þeirra í sameiningu. Aðdragandinn hefur vissulega verið langur, fjöldi sáttmála og samkomulaga sem undirrituð hafa verið á vettvangi S.þ. í gegnum tíðina og sýna vaxandi áhyggjur af stöðu margra málefna sem varða okkur öll og komandi kynslóðir. En jafnframt endurspegla markmiðin vilja til og trú á að með sameiginlegu átaki takist að ráða bót á helstu úrlausnarefnum og gera heiminn betri. Það má því líta á þau sem einskonar hnattrænan samfélagssáttmála.

Heimsmarkmiðin markast af þeim tækifærum og áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir núna. Eitt af því sem einkennir samtíma okkar eru margofin tengsl fólks um víða veröld og upplýsingaflæði sem er öflugra og víðtækara en nokkru sinni fyrr. Upplýsingar æða með áður óþekktum hraða og styrk vítt og breitt um heiminn án mikillar fyristöðu. Heimssamfélagið er þannig samofnara en áður og möguleikarnir fyrir sameiginleg verkefni því miklir en hættumerkin eru líka mörg.

Brothætt ástand
Sá málaflokkur sem hvað augljósast er að snýr að okkur öllum eru umhverfis- og loftslagsmálin. Ástandið er brothætt, við höfum þegar farið yfir eða erum nálægt hættumörkum á mörgum sviðum. Flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að endurskoða hvernig við umgöngumst jörðina og hvert annað og hvernig við skilum búinu til næstu kynslóða. Vissulega eru mörg þeirra málefna sem fást þarf við flókin og erfið en við höfum tæpast nokkuð val ef við ætlum okkur að stuðla að jafnvægi á jörðinni og leitast við að koma í veg fyrir frekari loftslagsbreytingar sem skaða umhverfið.

Raunhæf?
Spyrja má hvort Heimsmarkmiðin séu raunhæf. Fyrsta markmiðið segir að vinna skuli bug á fátækt í heiminum fyrir árið 2030. Það er sannarlega stór áskorun, því fátækt í einu eða öðru formi finnst um allan heim, en samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðabankanum búa um 13% jarðarbúa við sárafátækt, þ.e.a.s. þeir sem hafa til lífsviðurværis undir 1,9 dollara á dag. Fátækt hefur reyndar verið að minnka hlutfallslega á undanförnum áratugum, einkum í austanverðri Asíu. Á sama tíma hafa heildarauðæfi í heiminum aukist gríðarlega. Svarið snýst því um hvernig við deilum auðæfunum með okkur en ekki um það hvort nóg sé fyrir alla. Fyrir liggur að viðvarandi fátækt og misskipting eru ein helstu merki um skort á sjálfbærri þróun. Það ætti því að vera raunhæft að ná meiri árangri í baráttunni gegn fátækt og samstaða um það þvert á landamæri hlýtur að vera svarið.

Ísland og heimsmarkmiðin
Heimsmarkmiðin voru samþykkt af íslenskum stjórnvöldum rétt eins og öðrum aðildarríkjum S.þ. Þau beinast bæði að innanlandsstarfi og því hvað Íslendingar gera á alþjóðavettvangi og í þróunarsamvinnu. Hafist hefur verið handa í stjórnarráðinu við að meta stöðuna á Íslandi gagnvart markmiðunum og leiða forsætis- og utanríkisráðuneytið þá vinnu. Von er á fyrstu greiningarskýrslunni á næstunni um hvernig staðan er hér á landi gagnvart hverju markmiði. Markmiðin ná þó ekki aðeins til aðgerða stjórnvalda. Það þurfa allir að leggjast á árarnar, þar með talið atvinnulífið, borgaralegt samfélag, menntastofnanir og aðrir. Eigi markmiðin að nást þarf að vinna hratt og skipulega að því að innleiða þau. Fylgst er með stöðunni og því hvernig Ísland tekst á við þetta verkefni, bæði heima fyrir og erlendis. Heimsmarkmiðin kalla á að upplýsingaöflun og upplýsingagjöf, greiningarstarf, áætlanagerð og eftirfylgni sem byggist á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum. Það er því til mikils að vinna fyrir íslenskt samfélag að takast á við verkefnið af metnaði og í góðri samvinnu allra aðila.
 
facebook
UM HEIMSLJÓS 

Heimsljós - veftímarit um þróunarmál er gefið út af utanríkisráðuneytinu. Heimsljós er fræðslu- og upplýsingarit um þróunar- og mannúðarmál og alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Ritinu er ætlað að glæða umræðu um málaflokkinn og gefa áhugasömum kost á því að fylgjast með því sem hæst ber hverju sinni. Heimsljós birtir gjarnan greinar um þróunarmál en ætíð undir nafni og á ábyrgð höfunda. Slíkar greinar þurfa ekki að endurspegla stefnu stjórnvalda. 

 

Þeir sem vilja senda okkur ábendingu um efni eða afskrá sig af netfangalista eru vinsamlegast beðnir um að senda slík erindi á netfang ritstjórans, Gunnars Salvarssonar, gsal@mfa.is

.

Við biðjumst velvirðingar á því að geta ekki notað íslenskar gæsalappir í viðtölum en bandarískt sniðmát veftímaritsins leyfir ekki notkun þeirra.

 

ISSN 1670-8105